Síðast uppfært: 1. janúar 2002 Granocyte Chugai-Aventis STUNGULYFSSTOFN OG LEYSIR, LAUSN 13,4 milljón a.e./hgl.; L 03 A A 10 Z S Hvert hettuglas inniheldur: Lenograstimum INN 13,4 milljón a.e. (= 0,105 mg), Polysorbatum 20 0,1 mg, D-Mannitol 25 mg, L-Arginin 10 mg, L-Phenylalanin 10 mg, L-Methionine 1 mg, Acidum hydrochloricum q.s. ad pH 6,5; þurrefni. Leysir fylgir: Aqua ad iniectabilia í einnota dælu 1 ml. STUNGULYFSSTOFN OG LEYSIR, LAUSN 33,6 milljón a.e./hgl.; L 03 A A 10 Z S Hvert hettuglas inniheldur: Lenograstimum INN 33,6 milljón a.e. (= 0,263 mg), Polysorbatum 20 0,1 mg, D-Mannitol 25 mg, L-Arginin 10 mg, L-Phenylalanin 10 mg, L-Methionine 1 mg, Acidum hydrochloricum q.s. ad pH 6,5; þurrefni. Leysir fylgir: Aqua ad iniectabilia í einnota dælu 1 ml. Ábendingar: Til að stytta tímann sem alvarleg hvítkornafæð og fylgikvillar hennar vara hjá sjúklingum, sem fara í hefðbundna meðferð með frumudrepandi lyfjum sem oft leiðir til hvítkornafæðar með hækkuðum líkamshita. Losun stofnfrumna blóðmyndandi vefs úr beinmerg út í blóðið (mobilisation of peripheral blood progenitor cells (PBPC)). Athugið : Öryggi við notkun Granocyte ásamt æxlishemjandi lyfjum sem valda smávaxandi (cumulative) eða mjög miklum eiturverkunum á merg, einkum á blóðflögur (nítrósóúrea, mítómýsín) hefur ekki verið staðfest. Notkun Granocyte getur jafnvel aukið eituráhrif þessara lyfja, sérstaklega á blóðflögur. | |
|